Veit­inga­húsið Perl­an sagði upp 35 starfsmönnum í september og verður öðru starfs­fólki sagt upp eft­ir því sem á líður og upp­sagn­ar­frest­ir krefjast.

Ástæðan fyrir uppsögnunum er sú, að veitingahúsið, sem borið hefur fram hágæða mat á efstu hæð Perlunn­ar og í kaffiteríunni á 4. hæð, hætt­ir starf­semi í byrj­un nýs árs eftir rúmlega 25 ára veitingarekstur. Í staðinn munu koma versl­an­ir með úti­vistarfatnað og minja­gripi og kaffi­hús.

Að jafnaði hafa um 100 manns starfað á veitingahúsinu í 60-70 stöðugild­um. Veitingahúsið lokar um áramót meðal annars vegna hækkandi leigu. Perlunni er gert að rýma húsið fyr­ir 10. janú­ar 2017, og verða all­ar inn­rétt­ing­ar og búnaður sem til­heyra veit­ing­a­rekstr­in­um fjar­lægðar.