Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Perlufiskur ehf. á Patreksfirði skuli greiða sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla að fjárhæð 23,4 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta .

Fiskistofa bakreiknaði afurðir fyrirtækisins á tímabilinu 1. janúar 2008 til 14. júlí 2009 og komst að því að óútskýrður munur hráefniskaupa og seldra afurða á þessu tímabili hafi verið 55 tonn af þorski og 71 tonni af steinbít. Álagning gjalds vegna ólöglegs sjávarafla skyldi því nema 26,5 milljónum króna.

Úrskurður Fiskistofu var kveðinn upp 28. júní 2010. Perlufiskur ehf. kærði úrskurðinn og nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar sem staðfesti úrskurð Fiskistofu með þeirri undantekningu að ólögmætur þorskafli var færður niður í tæp 43 tonn og gjaldið lækkað í 23,4 milljónir króna.

Nánar um málið á vef Fiskistofu.