Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, segir að sala sín á öllum hlutabréfum í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna á mánudaginn hafi verið persónuleg ákvörðun.  „Í aðgerðinni er ekki fólgin nein yfirlýsing eða skilaboð, hvorki á móti eða með yfirtökutilboðinu,“ segir Árni Pétur við Viðskiptablaðið.

Fjárfestahópur undir nafninu Strengur hefur gert yfirtökutilboð í Skeljungi á genginu 8,315 krónur á hlut í gegnum fjárfestingafélagið Streng. Árni Pétur seldi sín bréf á genginu 8,78 krónur á hlut.

Sjá einnig: Fjármagna kaup með lánum og eignasölu

Að baki Streng standa Ingibjörg Pálmadóttir, Sigurður Bollason, Nanna Björk Ásgrímsdóttir, eigendur RE/MAX Senter á Íslandi og breskir fjárfestar. Hópurin vill afskrá Skeljung úr Kauphöllinni takist þeim að ná nægilega stórum eignarhlut í félaginu.