Persónuvernd veitti í liðnum mánuði 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Þar á meðal fengu Íslensk erfðagreining ehf. og Urður, Verðandi, Skuld ehf.  framhaldsleyfi til samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum um fólk sem tekið hefur þátt í krabbameinsrannsóknum á vegum þeirra. Fyrirtækin tvö fengu einnig gagnkvæm framhaldsleyfi til aðgangs að lífsýnasöfnum fyrirtækjanna.

Einnig voru veitt nokkur leyfi til vinnslu persónuupplýsinga og heimildir til aðgangs að sjúkraskrám vegna m.a. rannsókna á lífslíkum fyrirbura, rannsókna um hjartavöðvasjúkdóma, rannsókna um blæðingasjúkdóma á Íslandi, rannsóknir á meðferðum vegna fóstureyðinga með lyfjum o.fl.