Mexíkanski pesóinn hrundi eftir að sigur Repúblikanans Donald Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Trump hefur meðal annars talað fyrir því að byggja vegg við landamæri Mexíkó og rifta fríverslunarsamningi við ríkið. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Pesóinn veiktist um 13 prósent í viðskiptum eftir lokum markaða og hrundi eftir að markaðir í Asíu opnuðu. Pesóinn stendur nú í 20 pesóum gegn dollara og hefur ekki fallið eins mikið síðan 1994 í Tekílakrísunni svokölluðu.

Tekílakrísan 1994 var gjaldmiðlakrísan sem að atvikaðist í kjölfar veikingar pesóans gagnvart dollaranum sem leiddi til fjármálakreppu.