Mexíkóski Pesóinn hefur lækkaði um 1,6% í dag. Lækkunin er rakin til nýrrar skoðanakannanar, sem bendir til þess að Donald Trump sé að ná forskoti á Hillary Clinton. Aðeins ein vika er til stefnu, en þá verður gengið til kosninga.

Gjaldmiðillinn hefur ekki lækkað jafn mikið í nær sex vikur, en niðurstaða komandi kosninga mun án efa hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar, sem á í miklum viðskiptum við Bandaríkin.

Gjaldmiðillinn féll einnig um tæpa prósentu seinasta föstudag þegar bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að endurhefja rannsóknir á tölvupóstum Hillary Clinton.