*

sunnudagur, 23. febrúar 2020
Fólk 28. mars 2018 08:21

Petrea hætt sem framkvæmdastjóri Gló

Eftir að hafa tekið við sem framkvæmdastjóri Gló í ágúst í fyrra hefur Petrea Ingileif Guðmundsdóttir hætt störfum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Petra Ingileif Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri veitingastaðakeðjunnar Gló og stjórn veitingastaðakeðjunnar hafa komist að samkomulagi um að hún láti af störfum að því að Fréttablaðið greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá þegar hún var ráðin í ágúst í fyrra var hennar hlutverk að sjá um daglegan rekstur keðjunnar sem og að áhersla var lögð á að sækja ætti aukinn vöxt og auka arðsemi félagsins.

Petrea Ingileif starfaði lengi í fjarskiptum, hún var framkvæmdastjóri Tals, framkvæmdastjóri hjá Símanum, 365 og á Skjánum.

Eyja fjárfestingarfélag er meirihlutaeigandi í Gló, en eigendur félagsins eru meðal annars Birgir Þór Bieltved, Eygló Björk Kjartansdóttir, Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson.