Ríkisolíufyrirtækið Petrobras skilaði tapi sem nemur 10,2 milljörðum Bandaríkjadölum, eða sem nemur tæplega 1.300 milljörðum króna, á síðasta ársfjórðungi. Þetta er mesta tap sem félagið hefur skilað á einum ársfjórðungi.

Fyrirtækið þurfti að niðurfæra milljarða dala í eignum, s.s. olíubrunna og olíuborpalla eftir að olíuverð féll um meira en 40%. Við uppgjörið sagði Aldemir Bendine, framkvæmdastjóri félagsins að síðasta ár hefði verið erfitt fyrir alla í olíugeiranum.

Petrobras hefur verið í hringiðu hneykslismála undanfarið en málið hefur teygt anga sína til efri laga stjórnsýslunnar auk þess sem fjöldi yfirmanna hjá fyrirtækinu hafa verið dæmdir til fangelsisvistar.