Frauke Petry, formaður þjóðernisflokksins Alternative für Deutschland (AfD) segir í viðtali við þýska dagblaðið Mannheimer Morgen í gær að lögregla og landamæraverðir eigi að verja landmæri Þýskalands með öllum tiltækum ráðum.

Í viðtalinu segir hún að koma verði í veg fyrir að ólölegir innflytjendur fari yfir landamærin. Í neyð eigi að nota skotvopn gegn þessu fólki. Lögin heimili það.

Petry er í nokkurri vörn í viðtalinu og segir hvað eftir annað að blaðamenn Mannheimer Morgen séu að leggja fyrir hana gildru.

Lögregla og stjórnmálamenn hafa brugðist hart við

Jörg Radek hjá félagi þýskra lögreglumanna sagði útilokað að lögreglumenn myndu skjóta á flóttamenn.

Thomas Oppermann, þingflokksformaður Sósíaldemókrata, annars ríkisstjórnarflokksins, segir Petry segir að síðasti þýski stjórnmálamaðurinn sem lét skjóta á flóttafólk hafi verið Erich Honnecker leiðtogi Austur-Þýskalands. Oppermann segir Petry á fullkomnum villigötum. Aðrir stjórnmálamenn hafa tekið í sama streng

Alternative für Deutschland nýtur fylgis

Þjóðernisflokkur Petry nýtur aukins fylgi. Það mælist nú 12%. Fylgi Kristilegra demókrata hefur ekki verið minna í þrjú ár og er 34%. Sósíaldemókratar njóta stuðnings 24%, Vinstri flokkurinn Linke er með 10% fylgi, Græningjar með 9% og Frjálslyndir 5%.