Pétur Einarsson, sem lét af forstjórastöðu Straums fjárfestingabanka í síðustu viku, mun áfram gegna starfi tengdu bankanum. Pétur greindi frá þessu í samtali við Viðskiptablaðið, sem kemur út á morgun, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu.

Viðskiptablaðinu er ekki kunnugt um hvort Pétur verði starfsmaður bankans eða hvort hann muni starfa í samvinnu við hann með öðrum hætti. Nafn Péturs er ekki lengur á starfsmannalista á heimasíðu Straums.

Stjórn Straums ákvað á miðvikudag í síðustu viku að Pétur skyldi hætta sem forstjóri eftir að greint var frá því í fréttum að Pétri væri meinað að stýra fyrirtækjum eða sitja í stjórnum fyrirtækja í Bretlandi næstu fimm árin. Bannið gildir fram í febrúar 2018.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun er :

  • Tveir starfsmenn Stefnis hafa gengið til liðs við Öldu sjóði
  • Skipti deila við skattinn þrátt fyrir nýfallinn svokallaðan Toyota-dóm
  • Gengi bréfa Eimskips hefur hækkað um 30%
  • Fleiri hótel þarf til að anna ferðamannastraumnum
  • ESA segir verðtrygginguna ekki stríða gegn tilskipun ESB
  • Íslandsbanki ætlar að gefa út víxla á næstu mánuðum
  • Þriðjungur sveitarfélaga stendur illa undir skuldum sínum
  • Samningur við Seðlabankann einskis virði í bókum FIH
  • Skuldastaða þjóðarbúsins er neikvæð en viðráðanleg
  • Íslandsbanki vill greiða milljarða í arð, en Arion mun ekki greiða arð til hluthafa
  • Formaður VR fer yfir síðustu tvö ár hjá félaginu
  • Bjarney A. Bjarnadóttir og Baldvin B. Haraldsson skrifa um fjármögnun verkefna í endurnýjanlegri orku
  • Viðskiptablaðið fer yfir þrjár leiðir til að losa um snjóhengjuna
  • Janne Sigurdsson, forstjóri Fjarðaáls, segir betra að vera kona á Íslandi en í Danmörku
  • Videntifier Technologies hefur gert samning við Interpol
  • Oft er lítill munur á fyrirtækjum í Ánægjuvoginni
  • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
  • Óðinn skrifar um fyrirgreiðslupólitík og kjördæmapot
  • Sjónvarpsfréttamenn rifja upp fermingardaginn
  • Nærmynd af Jakobi Má Ásmundssyni, nýjum forstjóra Straums
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira