Fara þarf í gegnum allt kerfið og færa inn í ríkisreikning skuldbindingar ríkissjóðs í gegnum félög, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra. Hún sagði á Alþingi í dag búast við að samstaða náist um málið.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um skuldbindingar ríkisins sem ekki eru nefndar í fjárlögum eða fjáraukalögum að réttast væri að færa skuldbindingar ríkisfyrirtækja lengur en til eins árs árs til bókar í ríkisreikningi. Sé það ekki gert endurspegli ríkisreikningur ekki skuldbindingar ríkissjóðs.