Eftir hrunið 2008 hafa forsvarsmenn í atvinnulífinu, ekki síst Samtök atvinnulífsins, kvartað sáran yfir hægagangi og ekki síður háum vöxtum Seðlabanka Íslands. Eru þeir sagðir íþyngja atvinnulífinu um of í nánast fordæmalausu ástandi sem íslensk fyrirtæki þurfa að starfa í.

Pétur segir íslenska þjóð þurfa á hugfarsbreytingu að halda ætli hún sér að ná niður vöxtum og komast „á lappirnar“ á ný. „Íslendingar hafa í gegnum tíðina eytt peningum frekar en sparað. Ef stór hluti þjóðar vill spara en enginn vill eyða þá lækka vextir og geta jafnvel orðið neikvæðir eins og sést víða í útlöndum, t.d. í Japan og Sviss. Ef margir vilja eyða og fáir vilja spara þá verða vextir háir. Framtíðarsýn mín er sú að Íslendingar fari að spara, fresta neyslu og hætti að eyða svona miklum peningum. Við vorum mestu eyðsluklær í Evrópu fram að hruni og það ætti nú að geta vakið okkur upp af værum blundi. Fyrirtæki eiga að byggja á áhættufé en ekki lánsfé og sveitarfélög eiga að hætta að skulda sem og ríkissjóður. Ísland og Íslendingar verði eignamegin í lífinu en ekki skuldamegin.“

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .