Pétur Blöndal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samáls. Hann mun hefja störf í næsta mánuði.

Pétur tekur við af Þorsteini Víglundssyni sem tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Pétur hefur gegnt starfi ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins. Hann er stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi, auk þess að vera stundakennari við HÍ og sitja í stjórn Forlagsins.

Hann var áður forstöðumaður kynningarmála og fjárfestatengsla hjá Íslandsbanka og stýrði almannatengsladeild auglýsingastofunnar Góðs fólks. Pétur er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.