Pétur Einarsson, forstjóri Straums
Pétur Einarsson, forstjóri Straums
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Pétur Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri Straums. Pétur hefur fimmtán ára reynslu af fjármálastarfsemi; í banka, fjárfestingaráðgjöf, miðlun og fjármögnun á skipum og flugvélum. Þá hefur Pétur starfað um árabil á sviði sjávarútvegs. Árið 1998 hóf hann störf hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem síðan sameinaðist Íslandsbanka. Þar leiddi Pétur uppbyggingu alþjóðlegs sjávarútvegsteymis. Í framhaldinu varð Pétur framkvæmdastjóri Íslandsbanka í London, þar til hann lét af störfum árið 2005. Á árunum 2006-2011 starfaði Pétur sjálfstætt að ýmsum verkefnum, fyrst í London og síðan í Mið- Austurlöndum og í Asíu.