Íslenska fjármálakerfið er enn of stórt og raunveruleg hætta er á öðru kerfishruni, að mati Péturs Einarssonar, forstjóra Straums.

Pétur sendi í gær inn umsögn um skýrslu ráðherra um fjármálakerfið.

Í umsögninni segir að fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabankanna sé fjármögnuð með innlánum almennings, sem feli í sér mikla áhættu fyrir bankana og ríkið. Því þurfi að skylda bankana til að selja fjárfestingarbankastarfsemi sína. Með því móti verði dregið úr hættunni á falli bankanna og að ríki og almenningur þurfi að borga brúsann.