*

miðvikudagur, 23. september 2020
Fólk 14. nóvember 2019 15:00

Pétur Hafsteins hættir hjá Festi

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi, Pétur Hafsteinsson, hættir eftir 12 ára starf. Forstjórinn tekur tímabundið við.

Ritstjórn
Pétur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi hf.
Aðsend mynd

Pétur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi hf.

Pétur hefur starfað hjá N1 og Festi í 12 ár, fyrstu árin við greiningar og hagdeildarstörf og síðar deildarstjóri hagdeildar og rekstrareftirlits frá 2011 og sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá árinu 2015.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Pétri fyrir frábært samstarf og þann árangur sem hann hefur sýnt í störfum sínum fyrir Festi og jafnframt óska ég honum alls velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Eggert Kristófersson, forstjóri Festi í fréttatilkynningu.

Hann mun gegna starfinu tímabundið en starf framkvæmdastjóra fjármálsviðs Festi verður auglýst á næstu dögum.