Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, var með 41,6 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. Þetta jafngildir tæpum 3,5 milljónum króna að jafnaði á mánuði. Síðasta ár var fyrsta heila starfsár bankans. Til samanburðar námu laun Péturs hjá bankanum tæpum 17,6 milljónum króna.

Í uppgjöri bankans kemur fram að heildarlaun níu stjórnarmanna og stjórnenda bankans hafi á síðasta ári numið rúmum 174,6 milljónum króna. Launaliður Péturs er þar. Laun fimm stjórnenda bankans námu samtals 124,4 milljónum króna. Til samanburðar námu heildarlaunin 27 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjör Straums að bankinn hagnaðist um 203 milljónir króna á síðasta ári. Árið á undan er ekki samanburðarhæft en þá tapaði bankinn tæpri 121 milljón króna. Heildareignir bankans í lok síðasta árs námu 15 milljörðum króna.