Beint áætlunarflug Icelandair til St. Pétursborgar í Rússlandi hófst um  helgina en St. Pétursborg er einn af þremur nýjum áfangastöðum Icelandair í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á bein áætlunarflug á milli Íslands og Rússlands og því um tímamót í samgöngusögunni að ræða.

Viðskiptablaðið hitti fyrir Pétur Óla Pétursson, athafnamann og fararstjóra, sem hefur verið búsettur í St. Pétursborg sl. 17 ár.