Pétur Rúnar Guðnason hóf nýlega störf sem markaðsstjóri hjá Stefnu, hugbúnaðarhúsi. Í fréttatilkynningu frá Stefnu kemur fram að Pétur Rúnar hefur starfað síðastliðin tíu ár í markaðs- og vefmálum Vodafone, en hefur starfað við vefstjórnun og ráðgjöf frá 1997 og komið að uppsetningu og þróun vefja hjá fjölmörgum fyrirtækjum.

Pétur Rúnar mun leiða aukna sókn Stefnu inn á markað sunnan heiða og um allt land, en nýverið hefur fyrirtækið sett upp fjölmarga vefi í samvinnu við auglýsinga- og markaðsstofur, m.a. fyrir Icelandair Hotels, Ferðamálastofu og Íslenskra verðbréfa.

Stefna hugbúnaðarhús er ein stærsta vefstofa landsins, með yfir 1.000 vefi í hýsingu og yfir 120 vefi í framleiðslu á síðasta ári. Moya vefumsýsla býður fjölmargar sérsniðnar einingar m.a. fyrir ferðamannaiðnað, verslanir, veitingastaði, gististaði, stofnanir og bæjarfélög.Meðal nýrra vefa úr smiðju fyrirtækisins er nýr vefur Vox Restaurant, Þekkingar og Gunnars Nelson glímukappa. Starfsmenn Stefnu eru nú 20 talsins.