Pétur Einarsson, fyrrum forstjóri Straums, hefur auk annarra stofnað félagið Viking Sport Events. Pétur er framkvæmdastjóri félagsins. Í samtali við Viðskiptablaðið segir hann að félagið muni sérhæfa sig í að halda íþróttaviðburði sem geta náð til alþjóðlegs markaðar.

Fyrsta keppni þess heitir Járnmaðurinn og var haldin í sumar, en verður haldin af meiri krafti næsta sumar. „Þetta er þríþrautakeppni. Við erum að horfa á að fá vonandi nokkur hundruð erlenda aðila til þess að keppa næsta sumar. Það er mikill vöxtur í almennings- og fjöldaíþróttum og ferðaiðnaði í kringum það,“ segir Pétur. Hann bætir því við að það geti tekið nokkur ár að byggja upp keppnir sem laða að sér styrkþega og vel borgandi keppendur.