Pétur Pétursson, sem verið hefur framkvæmdastjóri upplýsinga- og kynningarmála TM, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra vátrygginga- og fjármálaþjónustu félagsins. Björn Víglundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sviðisins, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Pétur hóf störf hjá TM í apríl sl. þegar verulegar skipulagsbreytingar voru gerðar hjá félaginu. Hann hefur frá þeim tíma m.a. unnið að innleiðingu nýrrar stefnu TM og í þeim störfum unnið náið með sviði vátrygginga- og fjármálaþjónustu. Pétur Pétursson, var forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Og fjarskipta hf. og áður Íslandssíma frá árinu 2000 til 2005 og bar þar m.a. ábyrgð á samskiptum við fjölmiðla, fjárfesta, Kauphöll Íslands auk þess að sinna stefnumótunarvinnu á skrifstofu forstjóra. Pétur starfaði árin 1999 til 2000 sem ráðgjafi í almannatengslum og markaðsmálum fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Áður var Pétur í tæplega áratug fréttamaður á ýmsum fjölmiðlum. Pétur lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992.