*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Fólk 3. nóvember 2020 12:26

Pétur til liðs við Birki ráðgjöf

Pétur Valdimarsson mun sinna ráðgjöf á sviði rekstrar, stjórnunar og reikningshalds innan raða Birki ráðgjafar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Pétur Valdimarsson hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hann mun sinna ráðgjöf á sviði rekstrar, stjórnunar og reikningshalds. Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.

Pétur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið sem greinandi fjárhagsupplýsinga, fjármálastjóri, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækja hérlendis og erlendis. Pétur hefur meðal annars starfað sem fjármálastjóri hjá Gámaþjónustunni, framkvæmdastjóri Kex Hostel og Gámakó og gegnt stjórnar- og stjórnunarstörfum hjá dótturfélögum Gámaþjónustunnar í Lettlandi. Hann hefur undanfarin sex ár rekið bókhaldsfyrirtækið Spekt og er nú framkvæmdastjóri hjá bókhaldsfyrirtækinu Fjárhúsið - Spekt.