Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka hefur hafið störf hjá Markó Partners, íslensku rágjafafyrirtæki á sviði sjávarútvegsmála. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Pétur er einn af eigendum fyrirtækisins ásamt Kjartani Ólafssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisiins, og Halldóru Kristjánsdóttur eiginkonu hans.

„Það er mikið af verkefnum í pípunum og spennandi tímar framundan segir Pétur. Ég eránægður að vera farinn að vinna á ný við starfsemi sem tengist grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar," segir hann.

Pétur leiddi meðal annars alþjóðlegt sjávarútvegsteymi hjá Íslandsbanka.