*

mánudagur, 6. júlí 2020
Innlent 18. ágúst 2019 13:09

Pétursbúð tapar 16 milljónum

Kjörbúðin Pétursbúð tapaði 16 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 11 milljóna tap árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kjörbúðin Pétursbúð tapaði 16 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 11 milljóna tap árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. 

Rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu rétt tæpum 162 milljónum króna en rekstrargjöldin voru 161,7 milljónir króna. Yfirfært tap frá síðasta ári nam rétt rúmum 11 milljónum króna. 

Eignir í lok síðasta árs nam 34 milljónum króna og jukust lítillega milli ára. Eigið fé í lok síðasta árs var neikvætt um 11 milljónir en árið á undan var það neitkvætt um 6 milljónir. Pétursbúð er staðsett á Ránargötu 15.