Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur gefið grænt ljós á kaup franska bílaframleiðandans Peugeot á þýska bílaframleiðandanum Opel. Við sameininguna verður Peugeot annar stærsti bílaframleiðandi í Evrópu.

Peugeot kaupir Opel af bandaríksa bílafyrirtækinu General Motors. Samkvæmt fréttastofu Sky er kaupverðið talið nema 1,9 milljörðum punda. Í áliti evrópsku samkeppnisstofnunarinnar kom fram að sameiningin myndi ekki hafa áhrif á samkeppni á bílamarkaði þar sem nýtt fyrirtæki þyrfti enn að keppa við fyrirtæki á borð við Renault, Volkswagen og Forld auk asískra samkeppnisaðila.