Franski bílaframleiðandinn Peugeot Citroen leitar nú að um 11,5 milljörðum evra til að viðhalda rekstrargrundvelli. Forsvarsmenn segjast nærri því að semja við banka og frönsk stjórnvöld um lánalínur. BBC fjallar um málið í dag.

Félagið tilkynnti um 3,9% sölusamdrátt á þriðja ársfjórðungi en félagið hefur átt í nokkrum erfiðleikum. Í júlí sl. var verksmiðju lokað og átta þúsund starfsmönnum sagt upp. Í síðasta mánuði opinberaði félagið spá um að markaðshlutdeild á evrópska markaðinum myndi líklegast dragast saman um 8%. Sú tala hefur nú verið hækkuð um prósentu.