Bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën tilkynnti í gær að 10.000 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp í Evrópu, en það er einn af hverjum þrettán starfsmönnum í Evrópu, segir í frétt Financial Times.

Tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins síðastliðin þrjú ár og eiga uppsagnirnar að rétta af reksturinn. Einnig stendur til að minnka útgjöld um 500 milljónir evra (45 millarða króna).

Til að auka hagnað mun Peugeot flýta fyrir þróun nýrra bifreiða.

Mikill samdráttur hefur verið á bifreiðasölu í Evrópu að undanförnu, vegna offramboðs, minnkandi sölu og háu gengi Evrunnar. Nú eru bifreiðaframleiðendurnir Porsche og BMW einu af stóru framleiðendunum í Evrópu sem hafa ekki lagt fram umbótaáætlun í rekstri sínum.