*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 20. júlí 2016 15:06

Peugeot til Brimborgar

Bílaumboðið Brimborg hefur opnað nýjan sýningarsal fyrir Peugeot. Brimborg tekur við innflutningi af dönsku fyrirtæki.

Ritstjórn
Brimborg hefur sölu á Peugeot
Haraldur Jónasson

Bílaumboðið Brimborg mun í vikunni hefja formlega sölu Peugeot. Þetta er í fyrsta sitt sem franski bílaframleiðandinn verður með umboðsaðila hér á landi. Brimborg mun bjóða alla bílalínu Peugeot og hefur opnað nýjan sýningarsal á Bíldshöfða.

Bílasamsteypan PSA framleiðir Peugeot, Citroeën og lúxusmerkið DS. Viðamikil endurskipulagning PSA hefur þau áhrif að Brimborg tekur yfir ábyrgð á innflutningi Peugeot bíla og varahluta vegna Peugeot til Íslands af danska fyrirtækinu K.W.Bruun sem hefur haft innflutningssamninginn fyrir Ísland frá árinu 2005.

PSA er annar stærsti bílaframleiðandinn í Evrópu. Seldir voru um 3 milljónir bíla á heimsvísu árið 2015.