Hlutabréf Atlantic Petroleum verða skráð á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. júní næstkomandi. Útgefnir hlutir í Atlantic Petroleum eru 739.978, hver hlutur er DKK 100 að nafnverði. Rafrænt skráð bréf félagsins eru skráð hjá dönsku verðbréfaskráningunni, Værdipapircentralen A/S.

Tilgangur félagsins samkvæmt 2. gr. samþykkta er framleiðsla olíuafurða og annar skyldur rekstur. Auðkenni Atlantic Petroleum í viðskiptakerfi Kauphallarinnar verður FO-ATLA.

Atlantic Petroleum verður tekið inn í vísitölu Orkuvinnslu (e. Energy) 21. júní 2005.

Umsjónaraðili skráningarinnar er Kaupþing banki hf. - Kaupthing Virðisbrævameklarafelag P/F.