Hagnaður heild- og smásölufyrirtækisins Pfaff nam 36,8 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 30,6 milljónir króna árið 2010.

Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 49,7 milljónum króna, samanborið við 37,1 milljón króna árið áður.

Eigið fé félagsins var í árslok 2011 um 192 milljónir króna og hækkaði um 27 milljónir króna á milli ára. Langtímaskuldir voru 13,6 milljónir króna í árslok og lækkuðu um tæpar 15 milljónir á árinu. Handbært fé frá rekstri var í árslok 26,8 milljónir króna.

Framkvæmdastjóri Pfaff er Margrét Þ. Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, en faðir hennar, Kristmann Magnússon, er stærsti hluthafi félagsins með 77% hlut.