Lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í dag að það hefði áveðið að hætta við kaup á AstraZeneca fyrir nærri því 70 milljónir breskra punda. Búist var við því að fyrirtækið myndi hætta við kaupin þegar í ljós kom að AstraZeneca neitaði boði um 55 pund á hvern hlut.

Ian Read, stjórnarformaður Pfizer, stærsta lyfjaframleiðanda Bandaríkjanna, sagði að boð þeirra hefði verið samsvarandi verðmætis AstraZeneca í ljósi upplýsinganna sem þeir höfðu. Lokaboð Pfizer var á því verðbili sem margir fjárfestar höfðu áður talið að AstraZeneca myndi samþykkja.

Samkvæmt breskum lögum má AstraZeneca ekki hafa samband við Pfizer fyrr en eftir þrjá mánuði en Pfizer má reyna að semja við minna breskt samkeppnisfyrirtæki þess eftir sex mánuði.

Það næsta í stöðunni mun ráðast eftir því hvort hlutabréfaverð AstraZeneca muni falla á næstu vikum og hversu mikið hluthafar þess munu ýta undir nýjar samningaviðræður við Pfizer. BlackRock, stærsti hluthafi AstraZeneca, studdi höfnun fyrirtækisins á tilboði Pfizer en ýtti verulega undir frekari samningaviðræður í framtíðinni.