Bandaríski lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur hækkað tilboð sitt í breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Tilboðið hljóðar nú upp á 50 pund á hlut, eða 63 milljarða punda

Tilboð sem gert var í janúar hljóðaði upp á 46,61 pund á hlut sem skyldi greiðast bæði með reiðufé og hlutum í Pfizer. Því tilboði var hafnað.

Ef að tilboðinu yrði tekið væri það stærsta yfirtaka erlends fyrirtækis í bresku fyrirtæki.

BBC greindi frá.