Stjórnendur bandaríska lyfjarisans Pfizer Inc. hafa greint frá því að félagið hafi áhuga á að kaupa félög og leyfi á samheitalyfjamarkaðinum og útvíkka þannig starfsemi sína. Talið er að félagið geti bæst í hóp þeirra sem hafa áhuga á Actavis.

Í frétt Bloombergs er vitnað til ummæla David Simmons forstjóra framleiðsludeildar félagsins. Nýlega gekk Pfizer frá samningi við indverska lyfjaframleiðandann Aurobindo Pharma Ltd. en ekki er talið að það fullnægi þörf Pfizers og þeim markmiðum sem félagið hefur sett sér.

Auk Actavis er talið að félagið gæti haft áhuga á Ratiopharm GmbH en talsmenn félagsins neitqa að tjá sig um það.