Bandarísk lyfjafyrirtæki eru að byrja að sligast undan launakostnaði og öðrum kostnaði þrátt fyrir góðan hagnað og gott gengi að undanförnu. Baráttan og rígurinn á lyfjamarkaðinum hefur harðnað mikið og hafa þau reynt að sýna styrk sinn og stærð á ýmsan hátt, þar á meðal með fjölda starfsmanna sem hefur aukist mikið á skömmum tíma.

Lyfjarisinn Pfizer, sem er stærstur í heiminum í lyfjageiranum, er til að mynda með um það bil 40 þúsund sölumenn í vinnu um allan heim, hvorki meira né minna, og eru að minnsta kosti sex önnur lyfjafyrirtæki með yfir 20 þúsund sölumenn, þar á meðal Glaxo, Smith-Kline, Sanofi, Merck Novartis, AstraZenega og Johnson&Johnson. Sérfræðingum mörgum hverjum þessi fyrirtæki þessi eiga að haga sér á skynsamari hátt og skera niður í starfsmannahaldi og hagræða í rekstri sínum enda mikið í húfi.

Hagnaður upp á 990 milljarða króna

Það er óhætt að segja að rígurinn sé mikill á milli lyfjafyrirtækja og þó svo kostnaður fyrirtækjanna hafi verið að aukast og stjórnendurnir hafi vitað það fyrir löngu að þeir þyrftu að fara að skera niður hjá sér, hefur enginn þeirra viljað vera það fyrirtæki sem lætur fyrst verða að því þar sem það gæti gefið til kynna að illa gangi hjá því. Meira að segja hafa sum þeirra aukið við sig starfsfólki og deildir innan fyrirtækjanna. Pfizer, sem var með sölutekjur upp á 53 milljarða dollara eða sem nemur um 3000 milljörðum íslenskra króna og hagnað upp á 16 milljarða dollara eða sem nemur um 990 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári, tók þó nýlega af skarið og tilkynnti að það hyggi á niðurskurð. Pfizer er farið að finna verulega fyrir þeim háa kostnaði sem fyrirtækinu fylgir og það vill finna leiðir til að lækka hann. Sérfræðingar segja mörgum öðrum lyfjafyrirtækjum hafi létt við að heyra þessi tíðindi og strax hafi komið viðbrögð frá öðrum um að þau hyggi á sams konar aðgerðir.

Gætu auðveldlega sagt upp 12 þúsund manns

Stjórnendur Pfizer hafa ákveðið að á næstu þremur mánuðum muni verða mótuð ný stefna fyrirtækisins. Ákveður verður hvernig auka eigi sölutekjurnar, hagnaðinn og hvernig lækka megi kostnaðinn sem er orðinn gríðarlega mikill. Hagræðingar þessar segja margir sérfræðingar hefðu átt að eiga sér stað fyrir að minnsta kosti ári síðan. Þeir segja að þó svo hagnaðurinn sé mjög mikill og hafi verið það, séu að verða breytingar í kerfinu sem geti gert það að verkum að sala á lyfjum komi til með að minnka og þetta hafi þeir vitað um nokkurt skeið. Jami Rubin, sérfræðingur hjá Morgan Stanley, segir að Pfizer hafi getað sparað um 1,9 milljarða dollara eða sem nemur um 117 milljörðum íslenskra króna með því að fækka sölumönnum um 10 þúsund fyrir ári síðan. "Hefði þetta verið gert fyrir ári síðan hefði hagnaðurinn getað orðið 9% meiri en hann var og munar það um minna þegar um svo háar tölur er að ræða." Aðrir sérfræðingar segja Pfizer geta auðveldlega sagt upp að minnsta kosti 12 þúsund manns og því aukið hagnaðinn þar af leiðandi enn meira. En það er ekki hægt að lifa í fortíðinni. Skaðinn er skeður ef einhver var og vissara að líta til framtíðar um hvernig best sé að haga málum.

Byggt á Financial Times