*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 11. júlí 2018 10:48

Pfizer slær verðhækkunum á frest

Bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækið Pfizer hefur tekið þá ákvörðun að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum.

Ritstjórn
Ian Read, forstjóri Pfizer
european pressphoto agency

Bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækið Pfizer hefur tekið þá ákvörðun að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum á 100 vörur fyrirtækisins. 

Ákvörðunin er tekin í kjölfar viðræðna við Donald Trump forseta Bandaríkjanna en hann hefur mikið tjáð sig um hækkanirnar á samfélagsmiðlum sínum og meðal annars staðhæft að fyrirtækið skyldi skammast sín fyrir athæfið. Hann sagði jafnframt að lyfjafyrirtækið væri að notfæra sér slæma aðstöðu fátæks fólks.

Nú hefur Pfizer tilkynnt að þeir muni draga þær verðhækkanir sem urðu þann 1. júlí síðastliðinn til baka. 

Meðal lyfjanna sem hækkuðu í verði voru lyfin Viagra og Xalkori, en hið fyrrnefnda er stinningarlyf og hið síðarnefnda er meðferð við lungnakrabbameini. 

Donald Trump fagnaði ákvörðuninni ákaft á Twitter síðu sinni og sagðist meðal annars vona að hún væri fordæmisgefandi fyrir fleiri fyrirtæki. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir íbúa Bandaríkjanna," bætti hann við. 

Stikkorð: Donald Trump Pfizer Ian Read
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is