*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 6. október 2019 13:10

PFS sinnti ekki lögbundu hlutverki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur að túlkun Póst- og fjar á gildissviði eftirlitsheimilda sinna vera of þrönga.

Ritstjórn
Póst- og fjar sinni meðal annars eftirliti með Póstinum.
Eva Björk Ægisdóttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) telur að túlkun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á gildissviði eftirlitsheimilda sinna vera of þrönga. Sá vilji sem fram komi í lögunum sé skýr. Þetta kemur fram í bréfi SRN til PFS. Draga má þá ályktun af bréfinu að ákveðnum hluta eftirlitsins hafi ekki verið sinnt.

Ráðuneytið hóf skoðun á eftirliti stofnunarinnar í desember í fyrra eftir að ljóst varð að Íslandspóstur ohf. (ÍSP) stefndi í þrot nema aukið fjármagn til rekstursins fengist. Í lögum um stofnunina segir meðal annars að hún hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda, þar með talið fjárhagsstöðu þeirra, og skuli fylgjast með því að starfsemin fylgi lögum og reglum. Þá ber stofnuninni einnig að hafa eftirlit með því að starfsemin sé í „samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.“ Í lögunum kemur einnig fram að PFS geti krafið eftirlitsskylda aðila um „allar upplýsingar sem nauðsynlegar þykja við úrlausn einstakra mála“.

Í svarbréfum PFS við erindum SRN kom fram sá skilningur stofnunarinnar að stofnunin teldi sér ekki heimilt að kalla eftir eða vinna úr upplýsingum um fjárhagsstöðu ÍSP almennt. Aðeins þættir er varða einkarétt og alþjónustu fyrirtækisins væru undir smásjá stofnunarinnar. Þá myndi það ekki samrýmast hlutverki stofnunarinnar, sem óháðs úrskurðaraðila á póstmarkaði, að gæta að almennri fjárhagsstöðu ÍSP umfram aðra aðila á markaði. Fjárhagsupplýsingar ÍSP hefðu ekki gefið til kynna slæma rekstrarstöðu þess auk þess að stjórn félagsins bæri ábyrgð á rekstri þess. Í þessu samhengi er vert að nefna að um árabil varaði stjórn ÍSP eiganda og ráðuneyti við því að gjaldþrot blasti við að óbreyttu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér