Umboðsmaður Alþingis telur að Póst- og fjarskiptastofnun hafi farið út fyrir valdsvið sitt þegar hún ákvað, að eigin frumkvæði, að breyta gjaldskrá Ís- landspósts. Almennt á verklagið að vera á þann veg að Íslandspóstur leggur til breytingar á gjaldskránni, en Póst- og fjarskiptastofnun annað hvort samþykkir hana eða hafn- ar. Í ákvörðun númer 16/2012 var tekin upp svokölluð B þjónusta, sem er ódýrari, en felur í sér dreifingu innan þriggja daga frá póst- lagningu. Íslandspóstur hafði ekki lagt þessa breytingu til, heldur kom hún fyrst formlega fram í ákvörð- un stofnunarinnar.

Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskipta- stofnunar og staðgengill forstjóra, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stofnunin hafi talið sig eiga rétt á að hafa frumkvæði að breytingum sem þessum og að úrskurðarnefnd hafi verið á sama máli. „Samkvæmt skilningi umboðsmanns á málinu þá fórum við fram úr valdheimildum okkar í þessu tiltekna máli. Hafa ber hins vegar í huga að það breytir málinu ekki efnislega. Umboðsmaður bendir á það í áliti sínu að Íslandspóstur hafi ekki gert athugasemdir við ákvörðunina eða málsmeðferðina. Vegna þess að fyrirtækið gerði ekki athugasemdir þá hefur þessi ágalli ekki efnisleg áhrif.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.