Póst- og fjarskiptastofnun, eða PFS, hefur sætt gagnrýni undanfarið, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðasta tölublaði sínu, fyrir að hafa gefið Íslandspósti heimild fyrir gjaldskrárhækkunum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér .

Í yfirlýsingu kemur fram að hlutverk PFS sé að sjá til þess að gjaldskrá Íslandspósts sé í samræmi við raunkostnað félagsins að viðbættum hæfilegum hagnaði.

Meðal annars segir að hækkanir í rekstrarkostnaði Íslandspósts séu að meirihluta til komnar vegna fækkunar bréfasendinga. Þá sé heimild gjaldskrárhækkanana einnig komin af því að kjarasamningar voru undirritaðir á síðasta ári.