PGA móta­röðin hefur sam­þykkt að sam­einast LIV móta­röðinni, sem er fjár­mögnuð af þjóðar­sjóði Sádi-Arabíu.

Þetta kemur fram áCNBC en mótaraðirnar tvær hafa verið í enda­lausum mála­ferlum eftir að LIV byrjaði að sækja golf kepp­endur með því að bjóða þeim betri laun og hærri vinnings­fé.

Með samningnum falla öll mála­ferli milli mótaraðanna tveggja niður. Samningurinn var undir­ritaður í dag en ekki hefur verið til­kynnt hvaða sam­einaða móta­röðin mun heita.

DP World Tour, betur þekkt sem evrópska PGA móta­röðin, fylgir með í samningnum.

Þjóðar­sjóður Sádi-Arabíu mun að sögn CNBC setja milljarða Banda­ríkja­dala inn í nýju móta­röðina en mikil leynd ríkir yfir samningnum að svo stöddu.