Gengið hefur verið frá kaupum Globus hf. á CosNor ehf., dótturfélagi PharmaNor hf. Með kaupunum á CosNor ehf., tekur Globus hf. við innflutningi og sölu á vörumerkjum L'Oréal, þ.e. L'Oréal, Garnier, Vichy og Maybelline. Samhliða sölunni á CosNor ehf., hefur PharmaNor hf. stofnað nýtt félag, HeilsuNor ehf.

Þann 1. mars sl. hafði Halldór Jónsson ehf. keypt eftirtalin vörumerki frá CosNor ehf.; Christian Dior, Clarins, Thierry Mugler, Azzaro, Philippe Matignon, Filodoro, Scholl, Durex, Blistex, NUK, AMO, Yes or No og RoC.

Með sölunni á CosNor ehf., hefur PharmaNor hf. því dregið sig út úr sölu og þjónustu á snyrtivörumarkaðinum. Fyrirtækið hyggst einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni, sem er þjónusta við heilbrigðismarkaðinn, en PharmaNor hf. er leiðandi fyrirtæki í sölu og markaðssetningu á lyfjum og tengdum vörum fyrir heilbrigðismarkaðinn á Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 110 og er áætluð velta félagsins árið 2004 um 5 milljarðar kr. PharmaNor er eini dreifingaraðilinn á Íslandi sem hlotið hefur ISO 9001 gæðavottun.

Samhliða sölunni á CosNor ehf., hefur PharmaNor hf. stofnað nýtt félag, HeilsuNor ehf. Tilgangur þess félags er að sjá um innflutning og sölu á vítamínum og heilsutengdum vörum. Vörumerki HeilsuNor ehf. eru, VEGA vítamín, Pharmagreen grænt te og Esbericum náttúrulyf.