Á dögunum gaf PharmaNor hf. Mæðrastyrksnefnd um 6.000 sokkabuxur og um 160 pör af skóm, sem eru með sérstaklega hönnuðum sóla til að draga úr álagi á bak og fætur. Um er að ræða vel þekkt vörumerki. Áætlað verðmæti gjafarinnar er um 5,6 milljónir króna. PharmaNor hf. vill með þessum hætti styðja við bakið á því öfluga og góða starfi sem fer fram á vegum Mæðrastyrksnefndar.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir að mikil þörf sé fyrir þessar vörur þar sem efnaminna fólk láti kaup á vörum af þessu tagi sitja á hakanum því kaup á matvöru og brýnustu nauðsynjum gangi fyrir.