*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 24. nóvember 2004 09:28

PharmaNor verður að gefa nafnið eftir

Ritstjórn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar í vörumerkjamáli danska fyrirtækisins Pharma Nord ApS, á hendur PharmaNor eins og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Verður PharmaNor að hætta að nota nafnið að viðlögðum dagsektum sem hefjast 30 dögum eftir uppkvaðningu dómsins. Einnig var PharmaNor gert að greiða danska fyrirtækinu 1,5 milljón kr. í málskostnað. Pharma Nord ApS hafði selt vörur sínar, m.a. vítamín og fæðubótarefni, hér á landi frá árinu 1988, og fékk skráð vörumerkið Pharma Nord árið 1994 fyrir allar vörur í flokkum fyrir m.a. lyf, vítamín og fæðubótarefni.

Eftir að PharmaNor hf. hóf notkun á firmaheitinu PharmaNor árið 2002, og fékk það skráð sem vörumerki í flokki fyrir auglýsingastarfsemi o.fl., krafðist danska fyrirtækið þess að PharmaNor hf. hætti að nota nafnið. Deildu aðilar um hversu víðtæka vernd vörumerki Pharma Nord ApS nyti gagnvart vörumerki og fimanafni PharmaNor hf.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.