Athafnamaðurinn Philip Green segir ólíklegt að félag hans, Arcadia, festi kaup á eignir Baugs í Bretlandi í bráð.

Þetta kemur fram á vefsíðu Breska ríkisútvarpsins, BBC, en þar er haft eftir honum að viðræður um kaupin hafi ekki leitt til samkomulags.

Green segir við BBC að ekki sé hægt að útiloka að samningar náist en málin séu enn á frumstigi og að pólitískir þættir (e. political issues) komi við sögu og málin sé flókin.

Hann segir þó vera reiðubúin til þess að semja komist með að þeirri niðurstöðu að kaupin þjóni hagsmunum hans.

Fram kemur í frétt BBC að fleiri breskir fjárfestar sýni eignum Baugs áhuga. Eru einkafjárfestingasjóðirnir Permira og Alchemy nefndir á nafn og sagðir hafa áhuga á hluta af eignum Baugs.