Philip Green hefur selt verslanakeðjuna BHS, sem áður hét British Home Stores, til fjárfestingafélagsins Retail Acquisitions. Samkvæmt frétt BBC var kaupverðið aðeins eitt pund, en rekstur BHS hefur verið afar erfiður undanfarin ár.

Green keypti keðjuna árið 2000 og var hún grunnurinn að viðskiptaveldi hans, en frá árinu 2009 hefur BHS verið hluti af Arcadia Group, sem er undir stjórn Green, en þar inni eru einnig verslanakeðjur eins og Topshop, Burton og Evans.

Verslanir BHS eru 180 talsins og starfsmenn eru 12.000. Árið 2013 nam velta fyrirtækisins 675,7 milljónum punda, andvirði tæplega 140 milljarða króna, en tap á rekstrinum nam 69,6 milljónum punda.