Óskarsverðlaunahafinn Philip Seymour Hoffman fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 46 ára gamall. Talið er að hann hafi látist úr of stórum skammti eiturlyfja. Greint hefur verið frá andláti Hoffman í öllum helstu fjölmiðlum heims í dag.

Hoffman er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Boogie Nights, Big Lebowski og fékk svo Óskarsverðlaun fyrir myndina Truman Capote árið 2005. Nú nýlega lék hann í Hungurleikunum.

Hér má sjá Hoffman taka á móti Óskarsverðlaununum.