Tap hollenska rafmagnsframleiðandans Philips á fjórða ársfjórðungi 2008 nam tæpri 1,5 milljörðum evra en félagið afskrifaði á sama tíma um 1,3 milljarða evra.

Gerard Kleisterlee, forstjóri Philips segir í samtali við Reuters fréttastofuna að rekstur félagsins sé í takt við ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og leggur áherslu á hversu hratt samdráttur hefði orðið á seinni hluta síðasta árs.

Þá mun Philips, sem er með höfuðstöðvar í Amsterdam, ekki halda áfram að kaupa eigin hlutabréf en haustið 2007 byrjaði félagið að kaupa til baka talsvert af hlutabréfum.

Sala félagsins á öllu síðasta ári nam um 26,4 milljörðum evra en þar munaði mestu um sölu á tækjum og tólum í heilbrigðisþjónustu. Sala á sjúkrahústækjum nam um 9% af allri sölu félagsins.