Phillip Kotler, prófessor í alþjóðamarkaðsfræði, mun halda fyrirlestur í Háskólabíó þann 24. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig markaðsfræðin tekst á við þær miklu breytingar sem hafa orðið og eru að verða á umhverfi neytenda. Þetta er eini fyrirlesturinn sem Kotler heldur í Vestur-Evrópu á þessu ári.

Kotler starfar við Kelloggs School of Management Northwestern University í Evanston, Illinois. Hann var sá fyrsti sem hlaut verðlaun Félags markaðsfræðinga í Bandaríkjunum sem „framúrskarandi fræðari ársins í markaðsfræðum“ árið 1985 og árið 1995 var hann útnefndur „Markaðsmaður ársins“ af Alþjóðasamtökum stjórnenda í sölu og markaðssetningu (SMEI).