Ríkisendurskoðun birti nýlega ársreikninga stjórnmálaflokka á Íslandi fyrir árið 2015. Píratar , sem nýlega boðuðu til viðræðna við aðra flokka, högnuðust um 8 milljónir árið 2015, samanborið við tæplega 10 milljón króna hagnað árið áður.

Tekjur flokksins námu 21,8 milljónir árið 2015 samanborið við við 21,6 milljónir árið áður. Árið 2015 námu ríkisframlög til Pírata 19 milljónum, framlög sveitarfélaga 1,5 milljón, framlög einstaklinga tæpum 1,4 milljónum.

Þó ber að nefna að Píratar þáðu engin framlög frá fyrirtækjum á árinu.

Rekstrargjöld flokksins námu 9,1 milljón árið 2015 samanborið við 11,5 milljónir árið áður. Eignir Pírata í lok árs 2015 námu um 10,9 milljónir á árinu.