Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem það er lagt til breytingar á lögum um samningsveð.

Breytingin felur í sér að kröfuhafi geti ekki gengið á eignir lántaka ef fasteigna sem lá til grundvallar veðinu dugi ekki fyrir greiðslu kröfunnar. Ákvæði líkt og þessi hafa í daglegu tali stundum verið kölluð lyklafrumvörp .

Ákvæðið á einungis að gilda yfir lán sem eru veitt í atvinnuskyni og til einstaklinga við kaup á fasteigna, sem ætluð er til búsetu, og tekið er veð til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Eins og lög standa þá getur kröfuhafi gengið að lántaka ef andvirði fasteignarinnar við sölu á nauðungasölu dugar ekki fyrir greiðslu upphaflegu kröfunnar. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé hægt að semja sig undan þessu ákvæði í samningum milli aðila.

Í greinargerð seir að nauðsyn þess að lögfesta úrræði á borð við þetta hafi komið bersýnilega í ljós í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Þá hafi gengi krónunnar lækkað mikið með þeim afleiðingum að gengistryggðir lánasamningar urðu mörgum skuldurum ofviða.