Píratar mælast með mest fylgi í nýrri skoðana sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Morgunblaðið . Píratar, sem mælast með tæp 23% fylgi fengu því 15 þingmenn ef gengið væri til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststæstur með 21,1% atkvæða og 15 þingmenn.

VG á flugi

Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á mikilli siglingu og mælist nú með 18,6% og 13 þingmenn. Framsóknarflokkurinn mælist með 9,1% fylgi í könnuninni og fengi 6 þingmenn. Viðreisn fengi einnig 6 þingmenn en flokkurinn mælist með 8,8% fylgi.

Aftur 6,5%

6,5% sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna sem fengi fjóra þingmenn kjörna líkt og Björt framtíð, sem mælist með 6% fylgi, litlu lægra en Samfylkingin. Flokkur fólksins er sá sem er næst 5% markinu - og mælist nú með 3,8%.

Könnunin var framkvæmd dagana 14. til 19. október. Svarhlutfall var 59,4% og þar af tóku 81,2% afstöðu.